06.09.2022
Ríkisendurskoðun hefur lokið endurskoðun ársreiknings Skattsins fyrir árið 2021. Um er að ræða reikningsskil sameinaðrar stofnunar Ríkisskattstjóra, Tollstjóra og Skattrannsóknarstjóra, en þeirri sameiningu lauk á árinu 2021.
Ársreikningur Skattsins, áður Ríkisskattstjóra, var síðast endurskoðaður 2018 vegna ársins 2017. Hið sama á við um ársreikning Tollstjórans í Reykjavík, en sú stofnun var sameinuð Ríkisskattstjóra árið 2020. Embætti Skattrannsóknarstjóra var síðan sameinað Skattinum á árinu 2021.
Gerð var upphafsgreining á ársreikningi Skattsins fyrir árið 2021 og var hún send bæði stofnuninni og Fjársýslu ríkisins. Niðurstöður endurskoðunar ársreikningsins fólu í sér nokkrar athugasemdir og ábendingar, sem komið hefur verið á framfæri við stjórnendur stofnunarinnar. Tekið hefur verið tillit til svara stjórnenda í skýrslunni eftir því sem við á.
Vísað er í einstaka kafla skýrslunnar varðandi nánari yfirferð um ýmis atriði er til skoðunar og til umfjöllunar voru við endurskoðunina.