04.10.2022
Ríkisendurskoðun hefur lokið endurskoðun ársreiknings Umboðsmanns skuldara fyrir árið 2021. Ársreikningur Umboðsmanns skuldara hefur ekki verið skoðaður undanfarin ár.
Gerð er athugasemd við færslu áfallinna skuldbindinga vegna fjárhagsaðstoðar í gjaldþrotaskiptum. Mælst er til þess að skuldbindingarnar verði rétt uppfærðar í fjárhagsbókhaldi embættisins og nánari reglur um gildistíma slíkra skuldbindinga verði settar.