Fleiri á biðlistum eftir hjúkrunarrýmum

Skýrsla til Alþingis

04.04.2018

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingu sína til velferðarráðuneytis frá árinu 2015 um birtingu upplýsinga um rekstur og starfsemi hjúkrunarheimila þannig að þær séu aðgengilegar þeim sem á þurfa að halda.

Á heimasíðu ráðuneytisins eru nú birtar upplýsingar um fjölda hjúkrunar-, dvalar- og dagdvalarrýma sem uppfærðar eru að jafnaði árlega og flokkaðar eftir heilbrigðisumdæmum og heimilum. Einnig er þar að finna aðrar uppfærðar upplýsingar, s.s. um biðlista og biðtíma.

Að mati Ríkisendurskoðunar er ástæða til að skoða þróun biðlista og biðtíma undanfarinna ára og setja markmið og mælikvarða um málaflokkinn. Einstaklingum á biðlista eftir dvöl í hjúkrunarrými hefur á síðustu fimm árum fjölgað úr 180 í 368. Hjúkrunarrýmum hefur fjölgað um 3,5% frá 2010 en einstaklingum 80 ára og eldri hefur fjölgað um tæp 11% á sama tíma. Þá hefur biðtími eftir hjúkrunarrými lengst síðastliðin ár. Velferðarráðuneyti er hvatt til að hafa þetta í huga við stefnumótunarvinnu sem er að hefjast í ráðuneytinu um heilbrigðismál.

Sjá nánar