15.12.2017
Ríkisendurskoðandi hefur nú birt skýrslu um endurskoðun ríkisreiknings 2016.
Heildarútgjöld ríkissjóðs árið 2016 námu um 868 milljörðum króna en tekjurnar um 1.163 milljörðum króna. Bókfærðar eignir ríkissjóðs námu 1.141 milljarði króna í árslok og hækkuðu um 129 milljarða milli ára. Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.835 milljörðum króna og lækkuðu um liðlega 89 milljarða milli ára. Hækkun lífeyrisskuldbindinga nam 103 milljörðum króna. Eigið fé ríkissjóðs var í árslok 2016 neikvætt um 694 milljarða, samanborið við 913 milljarða króna neikvæða stöðu í árslok 2015.
Meðal helstu athugasemda og ábendinga ríkisendurskoðanda við ríkisreikning 2016 eru:
Eitt meginverkefna Ríkisendurskoðunar samkvæmt lögum er að endurskoða ríkisreikning og reikninga þeirra aðila sem hafa með höndum rekstur eða fjárvörslu á vegum ríkisins. Gerð er grein fyrir framkvæmd og niðurstöðum þessarar vinnu í árlegri skýrslu til Alþingis. Árið 2016 er síðasta reikningsárið sem ríkisreikningur er gerður í samræmi við lög nr. 88/1997 um fjárreiður ríkisins. Á undanförnum árum hefur ríkisendurskoðandi gert athugasemdir við að einstaka liðir í ríkisreikningi séu ekki í samræmi við lög um ársreikninga og að reikningurinn fylgi ekki fjárreiðulögum að öllu leyti. Ný lög nr. 123/2015 um opinber fjármál leyfa ekki slík frávik frá reikningsskilareglum.