Staðfesta þarf mikilvæga samninga gegn mengun hafs

Skýrsla til Alþingis

02.06.2017

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingar sínar til umhverfis- og auðlindaráðuneytis og Umhverfisstofnunar frá árinu 2014 um varnir gegn mengun sjávar frá skipum.

Ríkisendurskoðun telur það vonbrigði að ekki hafi enn tekist að staðfesta alla viðauka við MARPOL-samninginn (The international convenction for the Prevention of Pollution from Ships) en ráðuneytið gerir ráð fyrir að slíkt muni takast á þessu ári. Mikilvægt er að vinna skipulega að staðfestingu þýðingarmikilla samninga. Umhverfis- og auðlindaráðuneyti er hvatt til að standa við þau áform sín.

Frá 2014 hefur umhverfis- og auðlindaráðuneyti unnið að aukinni samþættingu og skipulagi eftirlits, m.a. með stofnun samráðsvettvangs með Landhelgisgæslu og Samgöngustofu. Bætt skipulag og skýrari verkaskipting hefur aukið yfirsýn og skýrt ábyrgðarskiptingu meðal starfsfólks. Þá hefur eftirlit Umhverfisstofnunar með framfylgd staðfestra samninga eflst á undanförnum þremur árum með aukinni þátttöku á alþjóðavettvangi og formfastari samskiptum og upplýsingagjöf.

Sjá nánar