04.03.2025
Ríkisendurskoðun ákvað að eigin frumkvæði að hefja forkönnun á starfsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) til að komast að því hvort stjórnsýsluúttekt væri réttmæt, tímabær og framkvæmanleg. Áhersla var lögð á mannauðsmál, málsmeðferðartíma, innra eftirlit og innri endurskoðun.
Ríkisendurskoðun komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til að gera úttekt á starfsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að svo stöddu en embættið mun á næstu árum áfram fylgjast með ákveðnum þáttum í starfsemi LRH og hefja úttekt ef ástæða þykir til.
Ríkisendurskoðun hefur nú sent Alþingi minnisblað þar sem fjallað er um helstu niðurstöður forkönnunarinnar en þar leggur embættið til að LRH líti til þeirra atriða sem þar eru tíunduð sérstaklega og geri viðeigandi úrbætur.