15.12.2023
Skýrslan var unnin eftir beiðni frá embætti ríkislögreglustjóra um að Ríkisendurskoðun framkvæmdi stjórnsýsluúttekt á rekstri bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Í kjölfarið ákvað ríkisendurskoðandi að gera úttekt á embætti ríkislögreglustjóra í heild sinni. Laut úttektin að fjárreiðum, stjórnsýslu og stjórnarháttum embættisins en markmiðið var að kanna hvernig ríkislögreglustjóri sinnti þeim verkefnum sem honum eru falin samkvæmt lögum eða sérstökum samningum. Niðurstöður lágu fyrir í mars 2020 þar sem lagðar voru fram sjö tillögur til úrbóta og fjölluðu m.a. um þörf á endurskoðun lögreglulaga, samvinnu og samráð skipulag löggæslu, ökutæki og búnað lögreglu og tölvudeild ríkislögreglustjóra. Sjá nánar upphaflega skýrslu
Ríkislögreglustjóri, fjárreiður, stjórnsýsla og stjórnarhættir - eftirfylgni (pdf)