24.02.2025
Ríkisreikningur vegna ársins 2023 var gefinn út 15. júlí 2024 undirritaður af fjármála- og efnahagsráðherra og fjársýslustjóra. Áritun ríkisendurskoðanda er án fyrirvara en með ábendingu um stöðu innleiðingar alþjóðlegra reikningsskila fyrir opinbera aðila (IPSAS).
Endurskoðunarskýrsla Ríkisendurskoðunar vegna ríkisreiknings 2023 var kynnt fjárlaganefnd Alþingis þann 19. febrúar 2025.
Vakin er athygli á eftirfarandi ábendingum og athugasemdum til fjármála- og efnahagsráðuneytis og Fjársýslu ríkisins en smávægilegum ábendingum var komið beint á framfæri við stjórnendur einstakra ríkisaðila þegar endurskoðunarvinna fór fram.