Greinargerð um málefni Þorláksbúðar

01.10.2014

Í lok mars 2013 sendi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis frá sér skýrslu um Þorláksbúð. Niðurlag hennar hljóðar svo:

„Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hvetur Ríkisendurskoðun til að ljúka því verki að upplýsa um hvernig skattfé sem runnið hefur til þessa verkefnis hefur verið varið. Nefndin telur það ekki varpa ljósi á ráðstöfun fjárins að nokkrar milljónir króna séu útistandandi og að óvissa ríki um fjárhagsstöðu félagsins eins og fram kom í bréfi Ríkisendurskoðunar, dags. 28. júní 2012. Telur nefndin að í því efni skipti engu þó byggingin verði ekki afhent Skálholtsstað fyrr en skuldir hennar hafa verið gerðar upp. Nefndin hvetur Ríkisendurskoðun til að ráðast í þetta verkefni hið fyrsta.“

Með vísan til framangreindra tilmæla nefndarinnar falaðist Ríkisendurskoðun eftir gögnum, er málið varða og lögð höfðu verið fram eða aflað í tengslum við rannsókn nefndarinnar á því.

Greinargerð um málefni Þorláksbúðar (pdf)

Mynd með færslu