Útboð á fjórðungshlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf.

02.10.2002

Í bréfi, dags. 12. september sl., fór forsætisráðuneytið þess á leit að Ríkisendurskoðun færi yfir vinnubrögð framkvæmdanefndar um einkavæðingu við undirbúning á sölu hlutabréfa ríkisins í Landsbanka Íslands hf. Tilefni beiðninnar var að í bréfi Steingríms Ara Arasonar til forsætisráðherra hinn 10. september sl., þar sem hann segir af sér störfum í framkvæmdanefndinni, hafi komið fram alvarlegar ásakanir um vinnubrögð nefndarinnar við undirbúning sölu á hlutabréfum ríkisins í Landsbankanum. Þess skal jafnframt getið að hinn 10. september sl. gerði utanríkisráðherra ríkisendurskoðanda grein fyrir þeirri stöðu, sem komin var upp í málinu.

Útboð á fjórðungshlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf. (pdf)

Mynd með færslu