Ferliverk á sjúkrahúsum 1999-2000

01.06.2001

Með bréfi, dagsettu 21. nóvember 2000, fór heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið þess á leit við Ríkisendurskoðun að stofnunin gerði úttekt á heildarfyrirkomulagi launagreiðslna til lækna. Var sérstaklega óskað eftir því að metin yrðu áhrif greiðslna fyrir ferliverk og samspil þeirra við önnur laun.

Í ljósi þessarar beiðni ákvað Ríkisendurskoðun að gerðar yrðu tvær mismunandi úttektir. Annars vegar skyldi gerð stjórnsýsluúttekt á heildarfyrirkomulagi launagreiðslna til lækna, þar með töldum launagreiðslum fyrir ferliverk. Hins vegar var ákveðið að gerð skyldi sérstök úttekt á fyrirkomulagi ferliverka á sjúkrahúsum og liggur hér fyrir skýrsla þeirrar úttektar. Umfang ferliverka á sjúkrahúsum hefur aukist á síðustu árum og var talin ástæða til að leita skýringa á þeirri þróun.

Ferliverk á sjúkrahúsum 1999-2000 (pdf)

Mynd með færslu