Framkvæmdir á vegum Alþingis við Austurstræti 8-10 og 10A

01.04.2001

Ríkisendurskoðun hefur tekið saman skýrslu um framkvæmdir á vegum þingsins við innréttingar á húsnæði við Austurstræti 8-10 og Austurstræti 10A í Reykjavík. Skýrslan er samin að beiðni forseta Alþingis og er tilefnið m.a. að framkvæmdirnar fóru langt fram úr kostnaðaráætlunum og fjárveitingum sem til þeirra voru ætlaðar.

Í skýrslunni er fyrst gerð grein fyrir ýmsum ákvæðum laga nr. 63/1970 um skipan opinberra framkvæmda, en þær framkvæmdir sem hér um ræðir falla undir ákvæði þeirra. Þá er aðdragandi þess að ráðist var í framkvæmdirnar, undirbúningur þeirra og framvinda rakin í ítarlegu máli og að lokum lagt mat á þau atrið sem úrskeiðis fóru.

Framkvæmdir á vegum Alþingis við Austurstræti 8-10 og 10A (pdf)

Mynd með færslu