Sérfræðiþjónusta. Kaup ríkisstofnana á ráðgjöf og annarri sérfræðiþjónustu

01.05.2000

Ríkisstofnanir kaupa í æ ríkari mæli margvíslega þjónustu af sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Má þar nefna þjónustu, svo sem við viðhald hugbúnaðar og hugbúnaðargerð, tölvuvinnslu, öryggisgæslu, bókhald, kennslu og læknisþjónustu. Ennfremur margvíslega ráðgjöf sérfræðinga, eins og viðskiptafræðinga, lögfræðinga, verkfræðinga og arkitekta í tengslum við nánar afmörkuð verkefni. Á árinu 1998 nam kostnaður ríkisins vegna kaupa á sérfræðiþjónustu liðlega 2,0 milljörðum króna og hafði þá nærfellt tvöfaldast frá árinu 1994.

Sérfræðiþjónusta. Kaup ríkisstofnana á ráðgjöf og annarri sérfræðiþjónustu (pdf)

Mynd með færslu