Umhverfisstefna í ríkisrekstri

01.02.2000

Umhverfismál hafa á síðustu árum og áratugum orðið æ viðameira viðfangsefni á öllum stigum ákvarðanatöku í samfélaginu. Hlutverk hins opinbera í þessum málaflokki er víðtækt. Setning laga og reglna um ýmsa þætti umhverfismála er veigamesta hlutverkið ásamt því að framfylgja þessum reglum. Þá má nefna að yfirvöldum stendur það næst að sjá til þess að almenningur fái fræðslu um umhverfismál. Loks má nefna að yfirvöld geta haft mikilvægu hlutverki að gegna sem fyrirmynd annarra aðila í samfélaginu. Það gerist t.a.m. með því að yfirvöld ganga sjálfviljug skrefi lengra í bættum umhverfisháttum en lög og reglur segja til um og sýna þannig gott fordæmi við rekstur hins opinbera. 

Umhverfisstefna í ríkisrekstri (pdf)

Mynd með færslu