Greinargerð um áætlaða rekstrarstöðu heilbrigðisstofnana í árslok 1999

01.11.1999

Með bréfi, dags. 23. september 1999, fóru heilbrigðisráðuneytið og fjármálaráðuneytið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kannaði rekstrarstöðu heilbrigðisstofnana, þ.e. sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og heilsugæslustöðva. Enn fremur var þess farið á leit að mat yrði lagt á rekstrarstöðu þeirra í árslok 1999. Sérstaklega var óskað eftir að áætlunargerð stofnananna yrði athuguð og hvernig stjórnendur bregðast við ef áætlanir þeirra standast ekki. Að lokum var óskað eftir athugun á því hvernig staðið hefði verið að gerð og framkvæmd kjarasamninga og aðlögunarsamninga stofnananna. Fyrirhugað væri að hafa niðurstöður og upplýsingar sem fram kæmu í framangreindri könnun til hliðsjónar við endurskoðun á framlögum í fjáraukalögum fyrir árið 1999 og hugsanlega við endurskoðun á framlögum og öðrum aðgerðum til að rekstur stofnananna yrði í jafnvægi á árinu 2000.

Greinargerð um áætlaða rekstrarstöðu heilbrigðisstofnana í árslok 1999 (pdf)

Mynd með færslu