Tollstjórinn í Reykjavík, innheimtusvið. Stjórnsýsluendurskoðun

01.10.1999

Skoðun Ríkisendurskoðunar á innheimtu einstakra krafna í virðisaukaskatti leiddi í ljós að mjög mislangur tími leið frá álagningu að dagsetningu fjárnámsbeiðna eða allt frá 7 dögum að rúmlega tveimur árum. Að meðaltali liðu 146 dagar frá álagningu að dagsetningu fjárnámsbeiðni, en að mati Ríkisendurskoðunar er þar um að ræða of langan tíma sérstaklega að teknu tilliti til þeirra fyrirmæla sem gefin eru í Handbók um innheimtu opinberra gjalda. Við samanburð á milli ára kom þó í ljós að tíminn hefur styst verulega. 

Tollstjórinn í Reykjavík, innheimtusvið. Stjórnsýsluendurskoðun (pdf)

Mynd með færslu